Eiginleikar:
Forritið stýrir 6rása mosfet útgangsrás, snertiskjá og les frá þrýstinema. Gildin birtir það svo á skjánum.
Frá skjánum tekur það valin gildi á hvaða þrýstingur á að vera í dekkjum og stillir þrýstingin í dekkjunum eftir því. Einnig fylgist það af og til með
að réttur þrýstingur sé í dekkjum og ef það er ekki til staðar leiðréttir forritið
þrýstingin í því dekki eða dekkjum sem um ræðir.
Þetta forrit miðast við 2+4 kistu og með skynjarann á prentplötu
Líklega er ekki mikið mál að breyta forritinu svo það lesi aðrar
tegundir af skynjurum. Ef ekki er ætlunin að nota loftút eða auka úrtak frá
loftkerfi má sleppa AIR_IN loka og tengja þann útgang frá MOSFET stýringu beint
á segulrofa fyrir loftdælu og spara þannig bæði einn loftloka og aflestunarloka
fyrir loftdælu.